Sagalounge

Störf hjá IGS

Við bjóðum fjölbreytileg og skemmtileg störf í spennandi umhverfi flugheimsins.
IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytileg og skemmtileg störf hjá fyrirtækinu.
Um er að ræða störf í Flugeldhúsi, Cateringu, Frílager, Frakt, Farþegaafgreiðslu, Hlaðdeild, Ræstideild og Saga biðstofu.
Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveiganleika og árvekni. Unnið er á vöktum. Umsækjendur þurfa í sumum tilfellum að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið og standast próf, áður en til ráðningar kemur.
Ráðningartími er breytilegur allt frá mars til nóvember 2016 og jafnvel lengur.

Nánari upplýsingar um aldurstakmark og hæfniskröfur:

Catering
Starfið felst m.a. útkeyrslu og annarri tengdri þjónustu sem fer um borð í flugvélar.
Lágmarksaldur er 20 ára, almennra ökuréttinda, vinnuvélaréttindi æskileg, enskukunnátta.

Frílager
Starfið felst m.a. í lagervinnu og pökkun á vörum sem fara um borð í flugvélar. 
Lágmarksaldur 20 ár, tölvu- og enskukunnátta.

Eldhús:
Starfið felst m.a. framleiðsla og pökkun á matvælum ásamt öðrum störfum sem tilheyra matvælaframleiðslu.
Lágmarksaldur 18 ár, íslensku- og/eða enskukunnátta.

Saga biðstofa
Þjónusta við farþega er varðar mat og drykki.
Lágmarksaldur 20 ár, góð tungumálakunnátta.

Fraktmiðstöð
Vörumóttaka á inn- og útflutningi.
Lágmarksaldur 19 ár, tölvukunnátta, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, enskukunnátta.

Farþegaafgreiðsla
Starfið felst m.a. í innritun farþega og annarri tengdri þjónustu við þá.
Lágmarksaldur 20 ár, stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði, góð tungumála-og tölvukunnátta Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið.

Hlaðdeild
Starfið felst m.a. í hleðslu og afhleðslu flugvéla á töskum og frakt.
Lágmarksaldur 19 ár, almenn ökuréttindi, vinnuvélaréttindi æskileg, enskukunnátta.

Ræsting flugvéla:
Starfið felst m.a. í ræstingu um borð í flugvélum og lagerstörf.
Lágmarksaldur 18 ár, almenn ökuréttindi, enskukunnátta.

 Almenn starfsumsókn